Terra appið er fyrir alla starfsmenn Terra umhverfisþjónustu um allt land og Terra eininga.
Með terra appinu viljum við veita öllu starfsfólki okkar gott aðgengi að upplýsingum og fræðslu í símanum hvar og hvenær sem er.
Í appinu finnur þú fréttir og tilkynningar, gagnlegar upplýsingar fyrir starfsfólk, getur tekið þátt í könnunum og sent inn beiðnir og tilkynningar.
Á samfélagsveggnum okkar er vettvangur fyrir starfsfólk til að eiga í samskiptum, deila myndum úr daglegu starfi, skapa umræður og setja inn tilkynningar.
Í appinu hafa starfsmenn aðgang að terra skólanum en með því viljum við veita gott aðgengi að fjölbreyttu fræðsluefni á rafrænu formi til að tryggja viðeigandi þjálfun, efla starfsfólk okkar faglega og stuðla að starfsánægju
Náðu í appið og vertu með í terra samfélaginu!