Við viljum einfalda þér lífið og bjóðum upp á enn betri þjónustu með VÍS appinu. Í VÍS appinu hefur þú algjöra yfirsýn á tryggingaviðskipti þín, vildarkjör og fríðindi.
Í appinu getur þú tilkynnt tjón, fengið tilboð í tryggingar, séð yfirlit tryggingar og næstu greiðslur.
Vildarkerfið okkar finnur þú einnig í appinu og séð í hvaða vildarþrepi þú ert og hvaða vildarkjör þú færð.
Við viljum að viðskiptavinir okkar séu öruggir og í appinu getur þú virkjað afslætti hjá samstarfsaðilum okkar og fengið öryggisvörur á betra verði.
Í appinu finnur þú einnig gjafir af ýmsu tagi og við mælum með að þú skoðir þær.
Ažurirano dana
10. dec 2025.