Viðskiptavinir fá skýra og einfalda samantekt á fjárhagslegri stöðu sinni um leið og þeir skrá sig inn. Síðan er auðvelt að kafa dýpra og fá nánari upplýsingar um hvern þjónustuþátt.
Innskráningarferlið er einfalt, en hægt er að skrá sig inn með fingrafari, rafrænum skilríkjum eða notandanafni og lykilorði.
Í appinu er hægt að:
- Koma í viðskipti við bankann
- Fá heildarsýn á fjármálin
- Sjá yfirlit og stöðu bankareikninga
- Sjá stöðu og færslur kreditkorta
- Breyta heimild á kreditkorti
- Greiða reikninga
- Millifæra
- Sækja PIN fyrir debet- og kreditkort
- Stofna og breyta yfirdráttarheimild
- Skoða yfirlit lána
- Skoða lánaramma
- Skoða lífeyrissjóðsyfirlit
- Skoða inneign og samstarfsaðila Aukakróna
- Sjá rafræn skjöl
- Sjá stöðu og færslur gjafakorta
- Finna afgreiðslustaði og hraðbanka
- Nota gjaldeyrisreiknivél til að reikna gengi gjaldmiðla
- Skoða eignasafn verðbréfa
- Markaðsupplýsingar um hlutabréf
- Fylla á frelsi
Landsbankaappið er unnið og þróað af Landsbankanum.
Aktualisiert am
24.10.2024