Við kynnum Explo, nýjan, ferskan orðaleik sem hægt er að spila ókeypis og er laus við truflandi auglýsingar og sprettiglugga. Explo er hannaður af skraflnördum og stofnendum hins vinsæla Netskrafls, og ætlaður öllum sem hafa gaman af krossgátu-leikjum. Appið er hrein og bein leið til að æfa heilann og skemmta sér með vinum.
Spilaðu gegn andstæðingum hvar sem er á hnettinum, eða gegn þrautseigum þjörkum. Spilaðu í rólegheitum, eða með klukku og skammti af adrenalíni. Safnaðu Elo-stigum og skaraðu framúr, eða njóttu bara ferðalagsins og sjáðu hvert það leiðir þig.
Þú getur spilað allt að þrjár viðureignir samtímis frítt.
Þú getur einnig gerst áskrifandi að Explo og notið viðbótar-fríðinda:
1) Spilaðu nánast ótakmarkaðan fjölda viðureigna samtímis.
2) Skoðaðu fyrri viðureignir til að sjá bestu mögulegu lagnir í hverri stöðu.
3) Skoraðu á aðra leikmenn í keppnisham með handvirkri véfengingu orða.
4) Spilaðu við erfiðari þjarkana, til viðbótar þeim viðráðanlegri.
5) Fáðu kórónu til vitnis um að þú sért kóngurinn - í Explo.
Við notum orðabanka Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls sem Árnastofnun heldur utan um (https://bin.arnastofnun.is) sem viðmið um gild orð. Og það er hluti af leiknum að kynnast nýjum afkimum íslenskunnar!
Tekjur af Explo eru notaðar í þágu íslenskrar máltækni, til að styðja og styrkja tungumálið okkar á tímum stafrænna umbreytinga.
Skráðu þig í Facebook hópinn okkar: https://www.facebook.com/groups/2677255872423139/