Explo® orðaleikur

Innkaup í forriti
3,8
239 umsagnir
10 þ.+
Niðurhal
Efnisflokkun
Fyrir alla aldurshópa
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd

Um þennan leik

Við kynnum Explo®, nýjan, ferskan orðaleik sem hægt er að spila ókeypis og er laus við truflandi auglýsingar og sprettiglugga. Explo er hannaður af skraflnördum og stofnendum hins vinsæla Netskrafls, og ætlaður öllum sem hafa gaman af krossgátu-leikjum. Appið er hrein og bein leið til að æfa heilann og skemmta sér með vinum.

Spilaðu gegn andstæðingum hvar sem er á hnettinum, eða gegn þrautseigum þjörkum. Spilaðu í rólegheitum, eða með klukku og skammti af adrenalíni. Safnaðu Elo-stigum og skaraðu framúr, eða njóttu bara ferðalagsins og sjáðu hvert það leiðir þig.

Þú getur spilað allt að þrjár viðureignir samtímis frítt.

Þú getur einnig gerst áskrifandi að Explo og notið viðbótar-fríðinda:

1) Spilaðu nánast ótakmarkaðan fjölda viðureigna samtímis.
2) Skoðaðu fyrri viðureignir til að sjá bestu mögulegu lagnir í hverri stöðu.
3) Skoraðu á aðra leikmenn í keppnisham með handvirkri véfengingu orða.
4) Spilaðu við erfiðari þjarkana, til viðbótar þeim viðráðanlegri.
5) Fáðu kórónu til vitnis um að þú sért kóngurinn - í Explo.

Við notum orðabanka Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls sem Árnastofnun heldur utan um (https://bin.arnastofnun.is) sem viðmið um gild orð. Og það er hluti af leiknum að kynnast nýjum afkimum íslenskunnar!

Tekjur af Explo eru notaðar í þágu íslenskrar máltækni, til að styðja og styrkja tungumálið okkar á tímum stafrænna umbreytinga.

Skráðu þig í Facebook hópinn okkar: https://www.facebook.com/groups/2677255872423139/
Uppfært
30. júl. 2025

Gagnaöryggi

Öryggi hefst með skilningi á því hvernig þróunaraðilar safna og deila gögnunum þínum. Persónuvernd gagna og öryggisráðstafanir geta verið breytilegar miðað við notkun, svæði og aldur notandans. Þetta eru upplýsingar frá þróunaraðilanum og viðkomandi kann að uppfæra þær með tímanum.
Engum gögnum deilt með þriðju aðilum
Nánar um yfirlýsingar þróunaraðila um deilingu gagna
Þetta forrit kann að safna þessum gagnagerðum
Persónuupplýsingar, Skilaboð og 2 í viðbót
Gögn eru dulkóðuð í flutningum
Þú getur beðið um að gögnum sé eytt

Einkunnir og umsagnir

3,8
227 umsagnir
Gyða Björk Jónsdóttir
25. maí 2025
minn er alltaf að frjósa. Finnst hann svo skemmtilegur. Búin að endurræsa símann og er endalaust að fjarlægja leikinn og ná í hann aftur. Virkar ekki heldur alltaf. Mjög þreytandi ........
Var þetta gagnlegt?
Ágúst Benediktsson
19. mars 2025
þarf að hafa hámarkstíma
Var þetta gagnlegt?
Aðalbjörg Kristjánsdóttir
8. desember 2024
Skemmtilegur leikur en mörg orð sem mótherji setur inn sem ég hef ekki heyrt í íslensku og mörg góð íslensk orð sem ekki eru samþykkt.
Var þetta gagnlegt?
Miðeind ehf
4. febrúar 2025
Takk fyrir umsögnina Aðalbjörg! Explo byggir á orðagrunni Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls, frá Árnastofnun, og það er hluti af leiknum að kynnast nýjum afkimum íslenskunnar okkar.

Nýjungar

Við höfum útrýmt nokkrum villum til að gera upplifun þína sléttari.