NeoStumbler er forrit til að safna staðsetningu þráðlausra tækja, svo sem farsímamastra, Wi-Fi aðgangspunkta og Bluetooth-vita.
Helstu eiginleikar:
- Virk þráðlaus skönnun fyrir hágæða gögn
- Óvirk gagnasöfnun í bakgrunni fyrir rafhlöðuvænan valkost (þarf að vera virkjað í stillingunum)
- Senda söfnuð gögn til Ichnaea-samhæfðrar staðsetningarþjónustu, svo sem BeaconDB
- Flytja út hrá gögn í CSV eða SQLite skrá
- Kort sem sýnir svæði þar sem gögnum hefur verið safnað
- Tölfræði sem sýnir fjölda tækja sem hafa fundist með tímanum
NeoStumbler er opinn hugbúnaður, alveg auglýsingalaus og virðir friðhelgi þína!