Spilaðu Solitaire Grand Harvest með Google Play-leikjum í tölvu

Upplifðu hve skemmtilegur tripeaks-kapall er og byggðu upp draumabúgarðinn þinn. Þjálfaðu heilann með því að leysa spilakapla og njóttu fallegrar leikjagrafíkur þegar þú skerð upp nytjaplöntur og vinnur verðlaun, allt á stærri skjá.

Prófaðu nýja leikjaupplifun í Google Play-leikjum í tölvu

Google Play-leikir í tölvu er forrit sem gerir þér kleift að finna, sækja og spila valda snjalltækjaleiki í Windows-borðtölvu eða -fartölvu. Njóttu Android-leikja í tölvu með mús og lyklaborði og sökktu þér í hasarinn sem aldrei fyrr.
Ástæður til að spila Solitaire Grand Harvest í tölvu
  • Þjálfaðu heilann með spilaköplum sem reyna á og fáðu myntir með því að komast lengra
  • Mótaðu þína áætlun á stærri skjá með algildisstöfum, bónusum fyrir litasamsvörun og sigurleikjum í röð þegar þú lýkur þrautum til að bæta búgarðinn þinn
  • Byggðu upp draumabúgarðinn þinn með hundinum þínum, Sámi, og opnaðu á nýjar nytjaplöntur til að rækta meðan á búskaparævintýrinu þínu stendur
Lágmarkskröfur
  • Stýrikerfi: Windows 10 (v2004)
  • Geymslurými: SSD-diskur með 10 GB af tiltæku geymslurými
  • Myndefni: IntelⓇ UHD-myndefni með 630 skjákorti eða sambærilegu
  • Örgjörvi og minni: Örgjörvi með 4 raunlægum kjörnum (sumir leikir krefjast Intel-örgjörva). 8 GB vinnsluminni.
  • Windows-stjórnandareikningur. Kveikja verður á sýndargervingu vélbúnaðar.
Leggðu upp í spennandi leikjaferðalag strax í dag með því að kanna heim Google Play-leikja í tölvu þar sem hægt er að velja úr hundruðum leikja.