Svona varð Honkai: Star Rail besti leikur ársins 2023

Heillandi geimsagan Honkai: Star Rail hreif ímyndunarafl okkar í ár og var valin leikur ársins 2023. David Jiang er einn þeirra sem standa á bakvið leikinn og hann hefur spilað lykilhlutverk sem framleiðandi og handritshöfundur í gegnum árin. Við spjölluðum við hann um hvað felst í því að búa til svo magnaða upplifun.
Spilaðu leik ársins
Honkai: Star Rail
COGNOSPHERE PTE. LTD.
Innkaup í forriti
3,2
477 þ. umsagnir
10 m.+
Niðurhal
Efnisflokkun
Fyrir unglinga
  1. 1
    Get on board with miHoYo's highly anticipated follow-up to Genshin Impact for a journey into the stars
  2. 2
    Play an exceptional space fantasy with deep turn-based combat and multiple character advancement systems
  3. 3
    Navigate a fully 3D environment with touch or a Bluetooth controller and get immersed in the rich storyline
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Play: Til hamingju með titilinn „Leikur ársins 2023“. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir þig og teymið þitt?
David Jiang: Takk kærlega! Það er einstakur heiður fyrir teymið okkar að hljóta þessi verðlaun. Þau eru til vitnis um eldmóð okkar, óþreytandi vilja, sköpun og ástríðu við hönnun á Honkai: Star Rail. Þau hvetja okkur til að halda áfram að ná lengra, skapa og bæta leikinn okkar.
Við sjáum þetta sem staðfestingu á sýn okkar og hvatningu til að halda áfram að hækka viðmiðin í tölvuleikjaiðnaðinum.
David Jiang, framleiðandi Honkai: Star Rail
Hvernig komuð þið til móts við væntingar notenda í kjölfar velgengni 3. útgáfu af Honkai Impact og Genshin Impact?
Við viljum þakka aðdáendum okkar um allan heim fyrir óbilandi stuðning sem gerir okkur kleift að halda áfram að þróa ný verkefni. Við skuldbindum okkur til að halda áfram að veita framúrskarandi leikjaupplifun með Honkai: Star Rail sem er fyrsta tilraun okkar til að hanna leik í anda vísindaskáldskapar sem byggir á umferðum. Þegar upp er staðið er markmið HoYoverse að búa til fjölbreytt efni sem öll geta notið að spila.
Honkai: Star Rail
COGNOSPHERE PTE. LTD.
Innkaup í forriti
3,2
477 þ. umsagnir
10 m.+
Niðurhal
Efnisflokkun
Fyrir unglinga
Hvað felst í því að búa til svona víðáttumikinn og ítarlegan söguheim?
Það felur í sér að þræða hárfína línu á milli dýptar í frásögn og umlykjandi leikjaspilunar. Teymið okkar einsetur sér að skapa fjölbreyttar og skipulagðar liðsheildir, persónur með margbrotinn bakgrunn og tímalínu sem veitir sögunni samhengi. Hvert og eitt atriði er úthugsað þannig að það stuðli að ríkulegum og samhangandi leikjaheimi.
Grunneiginleikar leikjaspilunarinnar eiga einnig lykilþáttinn í því að gæða söguheiminn lífi. Sýndarheimurinn er til dæmis ekki aðeins eiginleiki heldur tengir hann söguþráðinn saman á margvíslegan hátt. Handahófskennd kortin og óvinirnir í sýndarheiminum endurspegla óreiðukennt eðli Honkai og stuðla þannig að síbreytilegri og óútreiknanlegri leikjaupplifun sem er þó trú söguheiminum.
Hvað lærðirðu í þróunarferlinu?
Samfelld þátttaka spilara er grundvallaratriði. Það skiptir máli að hlusta á og bregðast við ábendingum samfélagsins en það gerir okkur kleift að innleiða tillögur frá spilurum í uppfærslur okkar og tryggja að leikjaheimurinn þróist í samræmi við upplifun spilara.
Í útgáfu 1.3 hækkuðum við til dæmis hámarkið á Trailblaze-krafti sem gerir spilurum kleift að geyma aukakrafta þannig að ævintýrin og áskoranirnar verða enn meira spennandi og hnökralaus. Þetta endurtekningarferli gerir okkur kleift að skapa síbreytilegan heim sem samfélagið getur endurspeglað sig í.
Honkai: Star Rail
COGNOSPHERE PTE. LTD.
Innkaup í forriti
3,2
477 þ. umsagnir
10 m.+
Niðurhal
Efnisflokkun
Fyrir unglinga
Hvernig nálgaðistu hönnun leiksins til að fá hann til að virka jafn hnökralaust í mörgum tækjum og raun ber vitni?
Við lögðum gríðarlega áherslu á að forgangsraða aðgengileika án þess að fórna gæðum. Leikjaspilunin er fyrst og fremst hönnuð með sveigjanleika í huga. Það felur í sér fínstillingu stýringa, notendaviðmóts og myndefnis sem henta einstökum eiginleikum og takmörkunum hvers verkvangs ásamt því að tryggja hnökralausa og ánægjulega upplifun, hvort sem notandi er í hágæðaleikjatölvu eða snjalltæki.
Við hönnuðum einnig grunngerð leiksins þannig að hann ráði við fjölbreyttar tæknilýsingar ýmissa tækja. Það felur í sér samhæfi við mismunandi skjástærðir, upplausn og myndhlutföll. Með því að gera ráð fyrir þessum breytileika getum við veitt samræmanlega og ánægjulega upplifun óháð því í hvaða tæki leikurinn er spilaður.
Honkai: Star Rail
COGNOSPHERE PTE. LTD.
Innkaup í forriti
3,2
477 þ. umsagnir
10 m.+
Niðurhal
Efnisflokkun
Fyrir unglinga
Gætirðu gefið okkur sýnishorn af því hverju við megum búast við í Honkai: Star Rail árið 2024?
Ferðalagi okkar lýkur ekki hér. Við munum halda áfram að skapa efni sem spilarar geta tengt við og tryggja að Honkai: Star Rail verði áfram einstök og minnisstæð upplifun. Árið 2024 hefst nýr kafli í ferðalaginu um vetrarbrautina – ókannað svæði sem nefnist Penacony. Fylgstu með til að missa ekki af spennandi ævintýrum!