5 staðreyndir sem þú veist kannski ekki um Tetris

Tetris er risi sem umbreytti leikjasögunni. Milljarðar um allan heim þekkja leikinn, þökk sé þemanu fræga, kubbunum og spennandi leikjaspiluninni.
Þessi sígildi leikur fagnar bráðum 40 ára afmæli sínu og hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir sem þú vissir hugsanlega ekki um Tetris sem fá höfuðið til að taka T-snúning.
Reyndu á Tetris-hæfnina
Tetris®
PLAYSTUDIOS INC
Inniheldur auglýsingarInnkaup í forriti
4,1
382 þ. umsagnir
10 m.+
Niðurhal
Efnisflokkun
Ekkert aldurstakmark
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd

1. Fræga Tetris-þemað var ekki alltaf hluti af leiknum

Upprunaleg útgáfa Alexey Pajitov af Tetris byrjaði sem leikur sem hann bjó til í frítíma sínum. Þá var hann ekkert að hugsa um tónlist eða flotta grafík og því birtist fræga Tetris-þemað ekki í upprunalega leiknum hans.
Goðsagnakennda Tetris-lagið kom ekki til sögunnar fyrr en með „A-Type“ útgáfunni í Nintendo Game Boy. Innblástur lagsins er frá rússneska þjóðlaginu „Korobeiniki“ frá árinu 1861. Þetta hraða og taktfasta lag fékk marga til að taka dansspor svo það var fullkomið fyrir útgáfu þessa hraða, smelliþrautaleiks í Nintendo Game Boy árið 1988.

2. „Tetris-áhrifin“ eru raunverulegt fyrirbæri

Tetris varð svo vinsæll að hann varð uppsprettan að nýju heilsufarsvandamáli, „Tetris-áhrifunum“. Ef þú hefur spilað leik svo oft að þú byrjar að sjá hann allsstaðar, eða ef hver einasti hlutur í vegi þínum byrjar að líkjast lykilhlut í leiknum, hefurðu upplifað Tetris-áhrifin.
Honum er lýst sem tilfelli þar sem fólk eyðir svo miklum tíma í einhverja afþreyingu að hún byrjar að hafa áhrif á hugsanamynstur þess. Þessi hugmynd varð vinsæl árið 1994 þar sem eftir að hafa spilað Tetris daginn út og inn lágu jafnt fullorðnir og börn vakandi og sáu enn formin falla í myrkrinu…
Þetta gerist enn þann dag í dag. Ekki hafa áhyggjur, þú ert ekki ein(n) um að finnast þessar byggingar passa fullkomlega saman eða að húsgögnin í herberginu þínu þurfi að vera í alveg beinni línu.
Tetris®
PLAYSTUDIOS INC
Inniheldur auglýsingarInnkaup í forriti
4,1
382 þ. umsagnir
10 m.+
Niðurhal
Efnisflokkun
Ekkert aldurstakmark

3. Heitið Tetris á uppruna sinn í dálæti á… tennis

Ævilöng ástríða Pajitov fyrir þrautum og leikjum hvatti hann til að búa til Tetris í frítíma sínum sem hugbúnaðarverkfræðingur. Hins vegar þurfti sköpunarverk hans nafn og hluti þess kom frá mjög ólíklegum stað – úr tennis.
Hluti af heiti „Tetris” er fenginn frá þrautaleiknum Pentaminos sem snýst um að raða 5 teningslaga formum á leikborðstöflunni.
Tetris notaði form úr 4 kubbum svo Pajitov breytti „penta“ (5) í „tetra“ (4). Hann sameinaði þetta síðan ást sinni á tennis með því að bæta „is“ við „tetra“ svo úr varð „Tetris“.

4. Tetris var fyrsti tölvuleikurinn sem fór út í geim

Tetris kom snjalltækjaleikjaspilun bókstaflega á flug þegar hann yfirgaf jörðina árið 1993 og varð fyrsti tölvuleikurinn til að vera spilaður í geimnum.
Þessi viðurkenning er rússneska geimfaranum Aleksandr A. Serebrov að þakka. Hann varð fyrsta manneskjan til að spila tölvuleik í geimnum í síðustu geimferðinni sinni. Hann valdi að spila Tetris í Game Boy til að skemmta sér á ferðinni. Við vonum að hann hafi tekið nógu margar rafhlöður með sér.

5. Tetris er nú rafíþrótt

Þú lítur ef til vill ekki á Tetris sem rafíþrótt, en þökk sé Harry Hong er samkeppnin í leiknum hörð. Árið 2009 var Hong fyrsti spilarinn til að „maxa“ leikinn þegar hann náði 999.999 stigum í NES-tölvu.
Þetta afrek hafði gífurleg áhrif á Tetris sem keppnisíþrótt og leiddi af sér fjölmörg mót Tetris-meistara.
Aukin þátttaka Tetris á sviði rafíþrótta styrktist með heimildarmyndum og tilkomu eldheitra fjölspilunarsamfélaga í stórum leikjum á borð við Tetris 99.
Tetris®
PLAYSTUDIOS INC
Inniheldur auglýsingarInnkaup í forriti
4,1
382 þ. umsagnir
10 m.+
Niðurhal
Efnisflokkun
Ekkert aldurstakmark