Upplifðu orrustur við djöfla í smækkaðri útgáfu Doom-leikjanna. Þessi inngangur í Doom-„teiknimyndaheiminn“, sem byggist á safnleikföngum, er frábær fyrir aðdáendur skotleikja og roguelite-leikja. Notaðu vopn á borð við Plasma-riffilinn og BFG þegar þú berst við goðsagnakennda óvini í smækkaðri mynd í klikkuðum hasar.