Sigrastu á krúttlegri djöflainnrás

Upplifðu orrustur við djöfla í smækkaðri útgáfu Doom-leikjanna. Þessi inngangur í Doom-„teiknimyndaheiminn“, sem byggist á safnleikföngum, er frábær fyrir aðdáendur skotleikja og roguelite-leikja. Notaðu vopn á borð við Plasma-riffilinn og BFG þegar þú berst við goðsagnakennda óvini í smækkaðri mynd í klikkuðum hasar.
Við hverju má búast
  • Stjórnaðu Mini Slayer, smækkaðri en kraftmikilli útgáfu hins goðsagnakennda Doom Slayer.
  • Berstu við óvini í gegnum hundruð goðsagnakenndra heima í anda Doom
  • Líflegt og „krúttlega ofbeldisfullt“ myndefni vísar til AAA-uppruna Mighty Doom á skemmtilegan hátt á sama tíma og leikurinn býður upp á geggjaðan hasar í smáum skömmtum
  • Það er auðvelt að læra á þennan spilakassaleik, sem horft er á ofan frá, og gefandi að ná góðum tökum á honum svo þú skalt búast við því að flækjustigið aukist með hverju borði
  • Sérsníddu búnaðinn þinn þegar þú spilar og færð aðgang að sérstökum hæfileikum og kraftmiklum vopnum til að takast á við ógnvekjandi og kjánalegar djöflahjarðir sem verða á vegi þínum