Taktu fagnandi á móti töfrandi félaga sem getur fylgt þér hvert sem er. Peridot gerir þér kleift að ættleiða heillandi sýndarveru til að fóstra og taka með þér á vit ævintýranna. Þessi nýstárlega tækni sem byggist á auknum veruleika kemur úr smiðju Pokémon GO-teymisins og gerir þér kleift að sjá gæludýrið þitt í raunverulegu umhverfi. Þannig geturðu leikið við það, hvort sem er í stofunni heima eða hvar sem þú ert á ferðalagi.