Hittu Robertu Williams, frumherja í leikjaheiminum
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í ár heiðrum við Robertu Williams, brautryðjanda innan leikjaheimsins og yfirleikjahönnuð Cygnus Entertainment.
Williams er ein áhrifamesta konan meðal leikjahönnuða frá upphafi. Hún þróaði fyrsta myndræna ævintýraleikinn, Mystery House, árið 1980 ásamt eiginmanni sínum, Ken Williams, og átti þátt í að ryðja brautina fyrir konur innan leikjaheimsins.
Síðan þá hafa Williams og eiginmaður hennar komið að þróun margra vinsælla leikja. Má þar nefna King’s Quest-seríuna og nú nýlega að þrívíddarendurgerð Colossal Cave Adventure sem kom út á þessu ári. Við ræddum við hana um þýðingu þess að vera brautryðjandi.
Play: Hvaða merkingu leggur þú í alþjóðlegan baráttudag kvenna?
Roberta Williams: Ég fagna alþjóðlegum baráttudegi kvenna alla daga ársins og er afar þakklát fyrir að hafa náð lengra en flestir karlar sem ég þekki!
Hvaða sýn hefurðu á aukið réttlæti innan leikjaheimsins?
Ég vonast til að sjá aukna þrautseigju meðal kvenna í leikjaheiminum. Bæði í leikjaspilun og hjá þeim sem vinna innan iðnaðarins. Við þurfum að bjóða kynjamisrétti birginn og megum ekki leyfa körlunum að haga sér eins og iðnaðurinn sé „þeirra“.
Hverjar eru uppáhaldskvenpersónurnar þínar?
Ég er afar stolt af persónunni Rosella úr King’s Quest 4.
Hvaða ráð geturðu gefið stelpum og konum sem vilja komast inn í leikjahönnun?
Eltu drauminn og ekki gefast upp fyrr en hann rætist. Farðu í háskóla til að læra leikjahönnun eða æfðu þig í færni sem gagnast innan leikjaheimsins. Svo máttu bara ekki gefast upp fyrr en þú færð fyrsta starfið. Konur hafa tækifæri og ef einhver reynir að stoppa þig skaltu snúa baki við viðkomandi og halda þínu striki. Ekki láta afturhaldsseggina hirða alla bestu bitana.
Hvenær koma leikirnir þínir út í snjalltækjaútgáfu?
Vonandi bráðlega. Ég er að byrja að vinna að snjalltækjaútgáfu Colossal Cave fyrir Cygnus Entertainment.