Svona býrðu til og sérsníðir notandamyndina þína í Roblox

Áður en þú byrjar að spila leiki og njóta upplifunarinnar í Roblox eru nokkrir hlutir sem þú gætir viljað klára á prófílnum þínum fyrst. Þrátt fyrir að það sé í góðu lagi að byrja með sjálfgefnu notandamyndina er líklegra að þú viljir breyta henni þannig að hún endurspegli stílinn þinn betur. Svona ferðu að því.
Í þessum leiðbeiningum finnurðu allt sem þú þarft að vita þegar kemur að því að sérsníða notandamyndina þína í Roblox, þ.m.t. hvar þú finnur sérsniðssíðuna og hvað þú átt að gera þegar þangað er komið.

Að finna sérsniðsvalmyndina í Roblox

Einfaldasta leiðin til að breyta notandamyndinni þinni er að velja „Notandamynd“ á valmyndinni neðst í snjallforritinu. Þú getur þó einnig ýtt á andlitið við hliðina á notandanafninu þínu efst á aðalvalmyndinni. Þá opnast valmynd þar sem notandamyndin þín birtist efst.
Ýttu á „Breyta prófíl“ á valmyndinni sem sprettur upp neðst. Þá opnast önnur valmynd þar sem þú getur breytt notandanafninu þínu. Þar skaltu ýta á andlit notandamyndarinnar þinnar til að opna sérsniðsvalmyndina og notendamyndaverslunina, þar sem þú getur keypt nýja hluti fyrir persónuna þína.

Að sérsníða notandamynd í Roblox

Um leið og þú opnar sérsniðsvalmyndina muntu sjá alla hlutina sem þú átt nú þegar fyrir notandamyndina þína á neðri hluta skjásins. Þú getur sérniðið notandamyndina þína á ótal vegu, allt frá andliti og hári persónunnar til fatanna sem hún er í og jafnvel hvernig hún labbar.
Hér að neðan munum við fara yfir hvern sérsniðsflokk fyrir sig en um alla gildir að þú getur ýtt á hvaða flokk sem er fyrir ofan valmyndina til að velja hlut sem þú átt og vilt bæta við notandamyndina þína. Ef þú vilt kaupa hluti með Robux skaltu fletta niður til að sjá tillögur að nokkrum valkostum eða opna verslunarflipann og leita að því sem þig langar í.

Sérsniðskostir í Roblox

Hér er listi yfir allt sem þú getur sérsniðið á notandamyndinni þinni í Roblox, flokkað eftir því hvernig viðkomandi flokkur birtist á sérsniðsskjánum í notendamyndaversluninni. Þetta auðveldar þér að finna flokkinn sem þú leitar að ef þú hefur til dæmis fengið nýjan hlut og vilt nota hann strax.
Persónur
  • Sköpunarverk – Hér geturðu vistað alhliða sérsnið til síðari nota
  • Keypt – Hér sérðu heildarútlit sem þú hefur keypt í versluninni
Höfuð og líkami
  • Höfuð, hár, húð – Veldu höfuðlag, hárgreiðslu og húðlit úr ýmsum valkostum
  • Hefðbundin höfuð, hefðbundin andlit – Veldu úr úrvali hefðbundinna höfða og andlita
  • Búkur, vinstri hönd, hægri hönd, vinstri fótur, hægri fótur – Veldu útlimi og líkamshluta úr ólíkum stílum (samsvörun er valkvæð)
  • Líkamsbygging – Notaðu þríhyrnda sleðann til að breyta líkamsbyggingu notandamyndarinnar þinnar
Föt
  • Toppar: Skyrtur, bolir, peysur, jakkar
  • Neðripartar: Buxur, kjólar, pils, stuttbuxur
  • Skór
  • Hefðbundnir valkostir: Hefðbundnar skyrtur, hefðbundnir bolir, hefðbundnar buxur
Fylgihlutir
  • Höfuð – Þú getur fundið alls kyns hatta og höfuðföt
  • Andlit – Veldu úr úrvali gleraugna, andlitsmálningar og gríma
  • Háls, axlir – Veldu hálsmen eða skemmtilegan hlut yfir axlirnar
  • Framhlið, bakhlið, mitti – Veldu hluti sem þú getur verið með á þér eða í kringum þig, hvort sem það er veski, bakpoki eða uppblásinn sundlaugarkleinuhringur
  • Búnaður – Miðaðu við eitthvað sem þú getur haldið á, t.d. vopn, síma eða skinku
Emote og hreyfimyndir
  • Emote – Bættu hlutum sem notandamyndin þín getur gert við eitthvert af átta emote-plássunum þínum
  • Hreyfimynd – Sérsníddu hvernig þú slappar af, labbar, hleypur, hoppar, dettur, klifrar eða jafnvel syndir
Roblox
Roblox Corporation
Innkaup í forriti
4,4
45,5 m. umsagnir
1 ma.+
Niðurhal
Efnisflokkun
Fyrir unglinga