Allt um aukahlutverk í Mobile Legends: Bang Bang

Þegar þú velur hetju í Mobile Legends: Bang Bang gætirðu strandað á milli tveggja hetjuflokka. Ef til vill spilarðu sem launmorðingi í öðrum MOBA-leikjum en þetta lið er með galdraspeking sem þú gætir viljað prófa. Aukahlutverk gefa þér betri valkost: af hverju ekki hvort tveggja?
Aukahlutverk gera sumar hetjur í Mobile Legends-liðinu fjölhæfari með því að ljá þeim fjölbreyttari hlutverk í leiknum. Í þessum leiðbeiningum er farið yfir hvað aukahlutverk er, hvernig það virkar og síðan er listi yfir allar hetjurnar í leiknum sem eru með aukahlutverk sem vert er að skoða.

Hvað eru aukahlutverk?

Aukahlutverk eru önnur hlutverk sem fylgja hetjunum og hafa áhrif á leikjastíl þeirra. Eins og aðalhlutverkin lenda þau í einum af hinum sex venjulegu flokkum; launmorðingi, bardagakappi, galdraspekingur, skytta, hjálparhella og skriðdreki og færa hetjunni viðbótarfærni. Þar sem þú færð aðeins að hafa fimm hetjur með þér út á orrustuvöllinn geta aukahlutverk hjálpað þér að bæta upp fyrir hlutverk sem vantar þegar þú setur saman liðið þitt og gerir hernaðaráætlun.
Aukahlutverkin eru ætluð til notkunar sem varaleið frekar en aðalherkænskuáætlun. Fara skal með umrædda hetju eins og aðalhlutverk hennar kveður á um en aukahlutverkin gefa þér fleiri valkosti fyrir varaáætlun í orrustu eða skyndiáætlanir en hetjur með aðeins eitt hlutverk.

Eru hetjur með aukahlutverk blendingspersónur?

Svarið við þessari spurningu er „já og nei“. Þar sem hetjur með aukahlutverk ráða vissulega yfir eiginleikum beggja hlutverka ætti aðalhlutverkið samt að vega meira þegar verkefni hetjunnar er ákveðið. Tökum Johnson sem dæmi; hetju með aðalhlutverk sem skriðdreki og aukahlutverk sem hjálparhella.
Flestir eiginleika hans, eins og varnarskildir, lúta að aðalhlutverki hans sem skriðdreki. Ultimate-eiginleiki hans, Full Throttle, gerir honum hins vegar kleift að taka einn liðsfélaga með sem farþega þegar hann umbreytist í bíl. Þessi aukahreyfifærni getur verið einstaklega gagnleg við að koma öflugri hetju inn í óvinabækistöðvar í hvelli og hún gerir hann að hjálparhellu upp að vissu marki.

Allar hetjur með aukahlutverk

Þessi listi nær yfir allar hetjur í Mobile Legends: Bang Bang sem er gefið aukahlutverk. Þær eru flokkaðar eftir aðalhlutverki sínu og aukahlutverkið er einnig skráð við hliðina á nafninu þeirra. Ef þú kýst ákveðið aðalhlutverk og hefur áhuga á að prófa hetju með aukahlutverk er þetta listinn til að styðjast við.
Launmorðingi
  • Benedetta (launmorðingi/bardagakappi)
  • Harley (launmorðingi/galdraspekingur)
  • Selena (launmorðingi/galdraspekingur)
  • Suyou (launmorðingi/bardagakappi)
  • Yi Sun-shin (launmorðingi/skytta)
Bardagakappi
  • Alucard (bardagakappi/launmorðingi)
  • Arlott (bardagakappi/launmorðingi)
  • Bane (bardagakappi/galdraspekingur)
  • Fredrinn (bardagakappi/skriðdreki)
  • Hilda (bardagakappi/skriðdreki)
  • Julian (bardagakappi/galdraspekingur)
  • Paquito (bardagakappi/launmorðingi)
  • Roger (bardagakappi/skytta)
  • Masha (bardagakappi/skriðdreki)
  • Terizla (bardagakappi/skriðdreki)
  • Yin (bardagakappi/launmorðingi)
  • Zilong (bardagakappi/launmorðingi)
Galdraspekingur
  • Alice (galdraspekingur/skriðdreki)
  • Kadita (galdraspekingur/launmorðingi)
Skytta
  • Kimmy (skytta/galdraspekingur)
  • Lesley (skytta/launmorðingi)
Hjálparhella
  • Carmilla (hjálparhella/skriðdreki)
  • Chip (hjálparhella/skriðdreki)
  • Faramis (hjálparhella/galdraspekingur)
  • Kalea (hjálparhella/bardagakappi)
  • Kaja (hjálparhella/bardagakappi)
  • Lolita (hjálparhella/skriðdreki)
  • Mathilda (hjálparhella/launmorðingi)