Listræna teymið okkar sótti innblástur í veggmyndir, glermálverk, myndskreyttar bækur og margt fleira. List getur birst á margan hátt en grunnhugmyndirnar eru oft þær sömu. Það reyndist snúið að bæta áferðum við tvívíða hönnun persóna þegar við unnum að því að skapa þær í þrívídd, þannig að við nýttum okkur aðferðir úr öðrum listgreinum. Hlutir á borð við víravirki úr gulli í veggmyndum, kínversk málverk, málmprentun og plasthúðun bóka veittu okkur þau myndrænu áhrif sem við leituðumst eftir.