Hittu hönnuðinn: HyperBeard

Kyu Valencia var áhugasamur stjörnufræðinemi og upplifði undur alheimsins sterklega. Það þarf því ekki að koma á óvart að nú býr hún til eigin heima sem yfirhönnuður HyperBeard sem framleiðir m.a. KleptoCats, Kiki’s Vacation og fleiri krúttleiki. Við ræddum við Valencia um konur í leikjaheiminum, samband hennar við alþjóðlega kvennadaginn og um kvenvæna innanhússhönnunarleikinn hennar, Pocket Love.
Play: Geturðu sagt okkur aðeins frá framtakinu sem felst í að framleiða leiki á borð við Pocket Love, sem eru hannaðir af konum, fyrir konur?
Kyu Valencia: HyperBeard hefur alltaf staðið sig vel í að þróa leiki sem höfða til kvenna en Pocket Love er vissulega fyrsti leikur HyperBeard sem er hannaður af konum, fyrir konur. Það sjónarhorn hvetur allar konur í teyminu til að hanna upplifanir sem stemma við undirliggjandi tjáningu leiksins.
Hver eru framtíðaráform þín?
Framtíðarsýnin er að halda áfram að hanna leiki frá hjartanu sem endurspegla fjölbreytta og tillitssama teymið okkar. Þannig getum við haldið áfram að stuðla að jafnrétti í leikjaspilun, bæði hvað varðar listræna hlutann og iðnaðinn í heild.
Hvað finnst þér um stöðu kvenna í leikjaiðnaðinum?
Þótt konur séu helmingur spilara á heimsvísu eru flestar aðalpersónur tölvuleikja karlkyns. Öllu verra er að kvenkyns persónur eru oft settar fram sem klisjukenndar undirlægjur. Sem betur fer láta konur sífellt meira til sín taka í leikjaheiminum og því koma fram æ fleiri kvenkyns persónur sem hægt er að spegla sig í.
Hvaða merkingu leggur þú í alþjóðlega kvennadaginn?
Alþjóðlegi kvennadagurinn er góð áminning um að við erum langt frá því að búa við jafnrétti. Daglega upplifa milljónir kvenna launaójöfnuð, áreitni, kynferðislega misnotkun eða eitthvað enn verra. Eitthvað sem konur mér nákomnar hafa upplifað. Við eigum langt í land en ég er vongóð um að við náum þessu að lokum.
Pocket Love
HyperBeard
Inniheldur auglýsingarInnkaup í forriti
4,6
1,11 m. umsagnir
10 m.+
Niðurhal
Efnisflokkun
Fyrir alla aldurshópa
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Pocket Love er leikur hannaður af konum, fyrir konur! Í tilefni alþjóðlega kvennadagsins munum við gefa út glænýja húsgagnapakka og fatnað í fyrstu stóru efnisuppfærslu leiksins frá útgáfu hans í febrúar.