Empire of Light er hjartnæm dramatísk mynd eftir Óskarsverðlaunaleikstjórann og handritshöfundinn Sam Mendes (leikstjórn 1999, "American Beauty") sem fjallar um mátt mannlegra tengsla á umrótatímum. Myndin gerist í gömlu kvikmyndahúsi í enskum strandbæ snemma á níunda áratugnum og segir frá Hilary (Olivia Colman), sem starfar í kvikmyndahúsinu en glímir við andleg veikindi, og Stephen (Micheal Ward), nýjan starfsmann sem dreymir um að komast burt frá dreifbýlismenningunni þar sem hann lendir í daglegu mótlæti. Hilary og Stephen finna djúpstæða tengingu með ólíklegu en blíðu sambandi og upplifa græðandi eiginleika tónlistar, kvikmynda og samfélagskenndar.