Kvikmyndagerðarmaðurinn Yorgos Lanthimos leikstýrir þessari ótrúlegu og stórfurðulegu þroskasögu Bellu Baxter (Emma Stone), ungrar konu sem stórsnjalli en óvenjulegi vísindamaðurinn dr. Godwin Baxter (Willem Dafoe) vekur aftur til lífsins. Baxter tekur Bellu undir sinn verndarvæng, en hún vill ólm læra meira. Hún þráir að kynnast öllum lífsins lystisemdum sem hana hefur skort og strýkur því að heiman með Duncan Wedderburn (Mark Ruffalo), slyngum og siðspilltum lögmanni, og leggur af stað í æðisgengna ævintýraferð um heiminn. Bella er laus við alla fordóma síns tíma og styrkist í þeim tilgangi að sækjast eftir jafnrétti og frelsi. Í öðrum stórum hlutverkum eru Ramy Youssef, Christopher Abbott og Jerrod Carmichael. "Poor Things" var skrifuð af Tony McNamara en hún er byggð á skáldsögu eftir Alasdair Gray. Framleiðendur voru Ed Guiney, Andrew Lowe, Yorgos Lanthimos og Emma Stone.
Vísindaskáldskapur og fantasíur