The Little Mermaid" er leikin endurgerð ástsællar teiknaðrar söngvamyndar eftir einstaka kvikmyndagerðarmanninn Rob Marshall og fjallar um Aríel, fallega og fjörmikla unga hafmeyju sem þyrstir í ævintýri. Aríel er yngst af dætrum Trítons konungs og sú sem ögrar honum mest, en hana dreymir um að kynnast betur heiminum á yfirborðinu og í einni heimsókninni þangað fellur hún fyrir hinum heillandi Eiríki prins. Þótt hafmeyjur megi ekki hafa samskipti við mannfólk verður Aríel að hlusta á eigið hjarta. Hún gerir samning við illu sjávarnornina Úrsúlu til að geta lifað um stund á þurru landi, en það leggur líf hennar og krúnu föður hennar í mikla hættu. Rob Marshall leikstýrir, David Magee skrifar handritið og Marc Platt, Lin-Manuel Miranda, John DeLuca og Rob Marshall framleiða myndina. Varúð: Blikkandi ljós í myndinni gætu haft áhrif á ljósnæma áhorfendur.