Með IKEA Home smart appinu og DIRIGERA miðstöðinni er auðvelt að gera hversdagsstundirnar snjallari með lýsingu, hátölurum, gardínum og lofthreinsivörum.
Ímyndaðu þér að vakna á meðan snjallljósin kvikna hægt og blíðlega. Uppáhaldslögin þín óma úr hátalaranum og þú ert enn undir sænginni. Hljómar þetta ekki notalega? Snjallvörur eins og lýsing, hátalarar, gardínur og lofthreinsitæki geta gert daglega lífið notalegra og þægilegra. Þegar þú gerir heimilið snjallara verður daglega lífið einfaldara.
Töfrarnir verða til þegar þú sameinar tvær eða fleiri snjallvörur frá IKEA, velur aðgerðir fyrir þær í appinu og vistar þær sem „senu“.
Vel heppnuð sena er sena sem þú notar aftur og aftur. Við förum á fætur og í háttinn, eldum mat, borðum saman, eigum stund með makanum og samveru með fjölskyldunni; við förum út og komum aftur heim. Allar þessar hversdagsstundir verða enn ljúfari með frábærri lýsingu, hljóðmynd sem hæfir skapinu þann daginn og hreinna lofti.
Þegar við hönnum stjórntækin höfum við þarfir allra í huga, ungra sem gamalla og jafnvel gesta á heimilinu. Með appinu okkar færðu fullkomna stjórn og getur sérsniðið snjallheimilið að þínum þörfum og með fjarstýringunum okkar geta allir notað snjallheimilið eins og þeim hentar.
Við stjórnvölinn
• Þú getur stjórnað vörunum hverri fyrir sig eða sem hóp. Þú getur kveikt og slökkt öll ljós í hverju herbergi eða á öllu heimilinu, í einni svipan.
• Deyfðu lýsinguna og breyttu lit ljósanna, stilltu gardínurnar, veldu hljóðstyrk hátalara og margt fleira.
• Þú stillir senurnar sem þú þarft og virkjar þær með tímastillingum, flýtihnappi eða í appinu.
Auðvelt í notkun
• Á heimaskjánum færðu yfirsýn yfir allt heimilið í einni svipan. Þú getur stjórnað öllum vörum í snatri, opnað herbergi eða gert senur virkar eða óvirkar. Hér getur þú líka bætt við nýjum vörum, herbergjum og senum.
Skipulagt og sérsniðið
• Með því að skipuleggja snjallvörurnar í hverju herbergi færðu flýtiaðgang að öllum vörum sem þú vilt stjórna.
• Sérsníddu appið með því að velja tákn, heiti og liti fyrir herbergi og vörur
• Búðu til persónusniðnar senur, til dæmis þína eigin samsetningu af kósílýsingu og uppáhaldstónlist.
Samþætting
• Tengdu þig við Amazon Alexa eða Google Home til að nota raddhjálp.