Ímyndaðu þér að geta geymt allt Wikipedia í símanum þínum og vafrað um það hvenær sem er, hvar sem er, jafnvel þegar það er engin tenging. Alveg offline! Frítt!
Kiwix er vafri sem halar niður, geymir og les afrit af uppáhalds fræðsluvefsíðunum þínum - Wikipedia, TED fyrirlestrar, Stack Exchange og þúsundir fleiri á tugum tungumála.
Athugið: Kiwix er einnig fáanlegt á venjulegum tölvum (Windows, Mac, Linux) sem og á Raspberry Pi heitum reitum - frekari upplýsingar á
kiwix.org . Kiwix er sjálfseignarstofnun og birtir engar auglýsingar né safnar gögnum. Aðeins framlög frá ánægðum notendum halda okkur gangandi :-)