Forritið ReSound Smart™ er samhæft við eftirtalin heyrnartæki:
• ReSound LiNX2™
• ReSound LiNX™
• ReSound LiNX TS™
• ReSound ENZO2™
• ReSound ENZO™
• ReSound UpSmart™
Með forritinu ReSound geturðu fjarstýrt heyrnartækjunum beint með fartækinu þínu. Þú getur skipt á milli kerfa, stillt hljóðið auðveldlega og nákvæmlega og vistað sem eftirlæti. Forritið hjálpar þér að komast að því hvað þú getur gert og hvernig þú gerir það og hjálpar þér jafnvel að finna heyrnartækin ef þú týnir þeim.
Ath.: Hafðu samband við næsta umboðsaðila ReSound til að fá upplýsingar um vörurnar og eiginleikana sem standa þér til boða. Við mælum með því að nota nýjustu hugbúnaðarútgáfurnar fyrir heyrnartækin. Hafðu samband við heyrnarsérfræðinginn þinn ef þú hefur einhverjar spurningar.
Samhæfi ReSound Smart við fartæki:
Á vefsvæði ReSound má finna nýjustu upplýsingarnar um samhæfi: www.resound.com/compatibility
Það er hægt að nota ReSound Smart forritið til að:
• Stilla hljóðstyrk í heyrnartækjunum
• Taka hljóð af heyrnartækjunum
• Stilla hljóðstyrk í ReSound-aukabúnaði fyrir straumspilun
• Breyta stillingum fyrir talað mál og styrk suðs og vindgnauðs í Hljóðmagnaranum (framboð eiginleikans fer eftir gerð heyrnartækisins og því hvernig heyrnarsérfræðingurinn kemur tækinu fyrir)
• Breyta handvirkum kerfum og straumspilunarkerfum
• Breyta heitum á kerfum að vild
• Stilla diskant-, miðju- og bassatóna að vild
• Vista stillingar sem eftirlæti – það er meira að segja hægt að tengja þær við staðsetningu
• Finna týnd heyrnartæki
• Hljóðsuðsstillir: Hægt er að stilla hljóðtilbrigði og tíðni í Tinnitus Breaker Pro. Veldu náttúruhljóð (framboð eiginleikans fer eftir gerð heyrnartækisins og því hvernig heyrnarsérfræðingurinn kemur tækinu fyrir)
Farðu á stuðningssíðuna www.resound.com/help/apps/smart til að fá frekari upplýsingar