Simplera™

1 þ.+
Niðurhal
Efnisflokkun
Ekkert aldurstakmark
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd

Um þetta forrit

Simplera™ blóðsykurssíritakerfið (CGM) hjálpar fólki við að stjórna sykursýki. CGM er tækni sem gerir notendum kleift að sjá blóðsykursgildi stöðugt yfir daginn, sendir viðvaranir um blóðsykursatvik á hentugan og nærgætinn hátt á fartæki, og sýnir hvaða áhrif mataræði, hreyfing og lyf geta haft á blóðsykursgildi.

Simplera™ CGM notar ísettan Simplera™ nema með Bluetooth™ þráðlausri tækni sem umbreytir litlu magni af blóðsykri úr millifrumuvökvanum undir húðinni í rafrænt merki. Simplera™ neminn notar merkið til að veita nemablóðsykursgildi í forrit Simplera™ í samhæfu skjátæki.

Simplera™ forritið býður upp á viðvaranir sem byggja á nemablóðsykursgildum (SG) og inniheldur notendaviðmót fyrir innslátt gagna eins og fyrir insúlín, máltíðir, hreyfingu og blóðsykursgildi (BG), og til að hlaða upp upplýsingum til CareLink™ Personal vefsvæðisins. Simplera™ forritið er fáanlegt til niðurhals í Google Play™ versluninni og krefst þess að Simplera™ neminn virki.

Simplera™ CGM veitir upplýsingar sem eru notaðar fyrir meðhöndlun sykursýki en veitir ekki neina beina meðferð. Simplera™ CGM ætti aðeins að nota með studdum snjalltækjum og stýrikerfum. Hafðu samband við þinn fulltrúa Medtronic á staðnum til að sjá lista yfir studd snjalltæki og stýrikerfi.

Til að nota Simplera™ CGM þarf Simplera™ nemann auk þessa forrits.

MIKILVÆG ATRIÐI: Þetta forrit virkar aðeins með Simplera™ nema, sem var sérstaklega hannaður fyrir samskipti við tæki þitt í gegnum Bluetooth™. Það mun ekki tengjast við aðra Medtronic CGM senda.

Ekki ætti að nota þessa forritaverslun sem fyrsta kost við að leysa úr tæknilegum eða notendaþjónustuvandamálum. Til að vernda friðhelgi þína og persónuupplýsingar, og fá skjóta úrlausn á öllum vandamálum við notkun Medtronic vara, tæknilegum eða er varða notendaþjónustu, skaltu hafa samband við fulltrúa Medtronic á staðnum.

Medtronic gæti þurft að hafa samband við viðskiptavini varðandi kvartanir sem tengjast vörum. Ef Medtronic ákveður að athugasemd þín eða kvörtun krefjist eftirfylgni mun meðlimur Medtronic teymis reyna að hafa samband við þig til að safna meiri upplýsingum.

Þessu forriti er ekki ætlað að koma í stað faglegrar læknisfræðilegrar ráðgjafar, greiningar eða meðferðar. Leitaðu alltaf ráða hjá lækni þínum eða öðrum hæfum veitanda heilbrigðisþjónustu ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi heilsufar eða meðferð.

©2024 Medtronic. Allur réttur áskilinn. Medtronic, Medtronic merkið og Engineering the extraordinary eru vörumerki Medtronic. ™* Vörumerki þriðju aðila eru vörumerki viðkomandi eigenda. Öll önnur merki eru vörumerki Medtronic-fyrirtækis.

Bluetooth® orðmerkið og kennimerki eru skráð vörumerki í eigu Bluetooth SIG, Inc., og öll notkun slíkra merkja af Medtronic er samkvæmt leyfi. Önnur vörumerki og vöruheiti eru viðkomandi eigenda.

Google Play™ er vörumerki Google LLC.
Uppfært
16. maí 2024

Gagnaöryggi

Öryggi hefst með skilningi á því hvernig þróunaraðilar safna og deila gögnunum þínum. Persónuvernd gagna og öryggisráðstafanir geta verið breytilegar miðað við notkun, svæði og aldur notandans. Þetta eru upplýsingar frá þróunaraðilanum og viðkomandi kann að uppfæra þær með tímanum.
Engum gögnum deilt með þriðju aðilum
Nánar um yfirlýsingar þróunaraðila um deilingu gagna
Þetta forrit kann að safna þessum gagnagerðum
Persónuupplýsingar, Heilsa og hreysti og 3 í viðbót
Gögn eru dulkóðuð í flutningum
Þú getur beðið um að gögnum sé eytt

Nýjungar

Þessi uppfærsla inniheldur lagfæringar á göllum og endurbætur á Simplera™ forritinu.
Næsta kynslóð nema, Simplera™, stefnir að því að enn frekar létta byrðar sykursýki fyrir þá sem eru í meðferð sem felur í sér daglegar inngjafir undir húð (MDI) með því að bjóða einn með öllu einnota nema tengdan við Simplera™ forritið, fyrir nemablóðsykursmælingar í rauntíma og forspárviðvaranir. Ekki er þörf á neinum kvörðunum.