Opinbera golfregluapp R&A fyrir Android býður upp á heildarsafn gagna, sem fjalla um öll mál sem kunna að koma upp meðan umferð er leikin. Appið inniheldur nærri 30 skýringarmyndir og yfir 50 myndbönd sem sýna hvernig nota má golfreglunar sem tóku gildi 2023 og veitir ráð í mörgum algengum aðstæðum.
Þetta er nauðsynlegt app fyrir alla kylfinga til að tryggja að þeir séu upplýstir og reiðubúnir að leika golf samkvæmt reglunum frá 2023.
Appið inniheldur einnig skýringar á golfreglunum og verklagi nefnda, hvoru tveggja mikilvægt fyrir mótshaldara og dómara sem sjá um keppnir.