Volkswagen

2,4
67,5 þ. umsagnir
1 m.+
Niðurhal
Efnisflokkun
Ekkert aldurstakmark
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd

Um þetta forrit

Volkswagen-appið er stafrænn förunautur fyrir Volkswagen-bílinn þinn. Með því er hægt að nota netþjónustur, óháð því hvaða bílgerð þú ekur og með hvernig drifi sem og því hvort þú ert með VW Connect, We Connect eða Car-Net-samning.

Með Volkswagen-appinu getur þú sem aðalnotandi t.d. fylgst með því hversu langt Volkswagen-bíllinn þinn kemst á hleðslunni, stillt á þægilegt hitastig fyrir fram, fundið bensínstöðvar og hleðslustöðvar og margt fleira!

Hér eru nokkur dæmi um fjölbreytt úrval þjónustu:

• Staða bíls: Athugaðu hvort búið er að læsa bílnum og slökkva á ljósum
• Sendu áfangastaðinn í bílinn á þægilegan hátt áður en lagt er í hann
• Sjáðu hvar þú lagðir bílnum síðast
• Skráðu valinn þjónustuaðila eða hafðu samband beint við Volkswagen AG
• Ástandsskýrsla fyrir bíl
• Fylgstu með drægni og hleðslu rafhlöðunnar þegar þú ert ekki í bílnum

Sjón er sögu ríkari! Virkni getur verið breytileg, einkum eftir útfærslu bíls, samningi (VW Connect, VW Connect Plus, We Connect eða We Connect Plus), hugbúnaðarútgáfu og markaðssvæði. Tilteknir eiginleikar fyrir bílinn kunna að verða í boði síðar.

Frekari upplýsingar um tengimöguleika er að finna á viðkomandi svæði á vefsíðu Volkswagen.


Volkswagen-appið hét áður We Connect ID.-appið og býður einnig upp á eiginleika We Connect-appsins.

Sæktu Volkswagen-appið og uppfærslur þér að kostnaðarlausu með því að ýta á hnappinn. Ef tiltækar uppfærslur eru ekki settar upp getur verið að einhverjir eiginleikar standi ekki að öllu leyti til boða.

Hægt er að senda okkur ábendingar úr Volkswagen-appinu. Við tökum fagnandi á móti lofi, ábendingum og uppbyggilegri gagnrýni. Við viljum einnig gjarnan fá að heyra ef tæknin er að stríða notendum eða ef önnur vandamál koma upp.

Til þess að geta notað netþjónusturnar þarf að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá sig inn með notandanafni og lykilorði í Volkswagen-appinu. Auk þess þarf að gera sérstakan samning (VW Connect, VW Connect Plus, We Connect eða We Connect Plus) um notkun á netþjónustum við Volkswagen AG, ýmist á vefslóðinni www.myvolkswagen.net eða í Volkswagen-appinu. Nálgast má nánari upplýsingar á connect.volkswagen.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen.

ID.3 Pro: Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 16,5-15,2; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Upplýsingar um notkun og CO₂-losun á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.

Raunveruleg drægni á rafmagni getur m.a. verið mismunandi eftir aksturslagi, hraða, notkun þæginda-/aukabúnaðar, útihita, farþegafjölda/farmi, staðháttum hverju sinni og öldrun og sliti á rafhlöðunni.
Uppfært
27. sep. 2024

Gagnaöryggi

Öryggi hefst með skilningi á því hvernig þróunaraðilar safna og deila gögnunum þínum. Persónuvernd gagna og öryggisráðstafanir geta verið breytilegar miðað við notkun, svæði og aldur notandans. Þetta eru upplýsingar frá þróunaraðilanum og viðkomandi kann að uppfæra þær með tímanum.
Engum gögnum deilt með þriðju aðilum
Nánar um yfirlýsingar þróunaraðila um deilingu gagna
Þetta forrit kann að safna þessum gagnagerðum
Staðsetning, Persónuupplýsingar og 5 í viðbót
Gögn eru dulkóðuð í flutningum
Þú getur beðið um að gögnum sé eytt

Einkunnir og umsagnir

2,2
66 þ. umsagnir
Fríða Agnars
22. júní 2024
Það virkar endrum og eins. It's always disconecting and not showing me status or giving me information's it's supposed to give me.
1 aðila fannst þessi umsögn gagnleg
Dimitar Nikolov
26. desember 2022
works well, when the car decides it will stay online
2 aðilum fannst þessi umsögn gagnleg
Volkswagen AG
27. desember 2022
Dear Dimitar Nikolov, we would like to thank you for your feedback and the positive review! Please be assured that we always strive to improve our services. Have fun using the app! Kind regards, your We Connect ID. team!

Nýjungar

Nýjungar sem tengjast bíl og samningi:
– Endurbætur á eiginleikum sem tengjast vegghleðslustöð og We Charge-hleðslutöxtum
– Einfölduð uppbygging valmyndar fyrir hleðslu heima og á ferðinni
– Endurskoðuð framsetning upplýsinga um hleðslustöðvar, t.d. um framboð og gerð tengla