Með forriti Google skjala geturðu búið til skjöl, breytt þeim og unnið með öðrum á Android síma eða spjaldtölvu. Með Skjölum geturðu:
- Búið til ný skjöl eða breytt þeim sem eru þegar til staðar
- Deilt skjölum og unnið með öðrum í sama skjali, samtímis
- Unnið hvar og hvenær sem er – meira að segja án nettengingar
- Sett inn og svarað athugasemdum
- Losað þig við áhyggjur af því að glata vinnunni þinni – allt er vistað sjálfkrafa jafnóðum og þú skrifar
- Rannsakað í Skjölum með „Kanna“
- Opnað, unnið með og vistað Word-skjöl
Tilkynning um heimildir
Tengiliðir: Þetta er notað til að veita uppástungur að fólki til að bæta við skrár eða deila með.
Geymsla: Þetta er notað til að vista og opna skrár í USB- eða SD-geymslu.