Google Messages er opinbert forrit Google til að senda skilaboð með RCS-þjónustu, með SMS/MMS sem varaleið. Sendu hverjum sem er skilaboð, hvort heldur er úr farsíma eða tölvu, með áreiðanleika SMS-skilaboða og öllum þeim möguleikum sem spjallforrit hafa upp á að bjóða. Vertu í sambandi við vini og fjölskyldu, sendu hópskilaboð og deildu uppáhaldsmyndunum þínum, GIF-myndum, emoji, myndskeiðum og hljóðskilaboðum.
Snyrtileg, notendavæn og þægileg hönnun
Tafarlausar tilkynningar, snjallsvör og ferskt útlit gera samskiptin enn fljótlegri og skemmtilegri. Með dökkri stillingu er þægilegra að nota Messages í lítilli birtu.
Auðvelt að deila
Veldu eða taktu myndir og myndskeið beint úr forritinu og deildu þeim. Þú getur jafnvel sent tengiliðunum þínum hljóðskilaboð.
Innihaldsríkari samtöl
Sendu hljóðskilaboð, emoji, límmiða eða staðsetningu þína. Þú getur líka sent og tekið við greiðslum með Google Pay.
Öflug leit
Nú geturðu fundið meira af því efni sem hefur verið deilt í samtölum: Ýttu á leitartáknið og veldu tengilið til að sjá skilaboðaferil ykkar og allar myndir, myndskeið, heimilisföng eða tengla sem þið hafið deilt ykkar á milli.
Spjalleiginleikar (RCS)
Á studdum farsímakerfum er hægt að senda og taka við skilaboðum með Wi-Fi tengingu eða gagnanetstengingu, sjá hvenær vinir eru að skrifa eða hafa lesið skilaboð, deila myndum og myndskeiðum í hágæðum og fleira.
Messages er stutt í tækjum sem keyra á Android™ 5.0 Lollipop eða nýrri útgáfu. Forrit tiltækt í Wear OS tækjum